Áhugi á Wilson Muuga

Wilson Muuga dregið af strandstað á þriðjudag.
Wilson Muuga dregið af strandstað á þriðjudag. mbl.is/ÞÖK

Fjórir hafa sýnt áhuga á að eignast flutningaskipið Wilson Muuga sem bjargað var af strandstað við Hvalsnes á dögunum. Hugsanlega mun fulltrúi mögulegs kaupanda skoða skipið þegar í dag, að sögn Guðmundar Ásgeirssonar, framkvæmdastjóra Nesskipa.

Þrír höfðu haft samband við Guðmund í gær og lýst áhuga á að athuga með kaup á skipinu. Einn þeirra var fulltrúi tveggja mögulegra kaupenda. Guðmundur taldi að skip í því ástandi sem Wilson Muuga er í myndi seljast á rúmlega brotajárnsverði. Hann sagði að ljósavélar, rafmagnstafla og annað sem er ofarlega í vélarrúmi væri í lagi. Óvíst er um aðalvél, dælur og búnað á neðsta palli vélarrúmsins því þar gætti flóðs og fjöru meðan skipið var strandað. Því er ljóst að taka þarf upp aðalvélina og búnað sem legið hefur í sjó.

Tveir kostir eru í stöðunni, að sögn Guðmundar. Að draga skipið í því ástandi sem það er til viðgerðar erlendis, eða að koma aðalvélinni í gang og sigla skipinu fyrir eigin vélarafli utan. Guðmundur taldi að þétting sem gerð var á skipinu áður en það var dregið á flot mundi nægja til bráðabirgða. Wilson Muuga er 32 ára en í góðu ástandi miðað við aldur. Guðmundur taldi góðan grundvöll fyrir því að gera skipið sjófært á ný.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert