Fyrstu vísbendingar bentu til þess að kviknað hefði í út frá loftljósi í söluturninum Fröken Reykjavík en það var aðallega byggt á vitnisburði þeirra sem voru í húsunum þegar eldurinn uppgötvaðist. "Það sem bæst hefur við eru upplýsingar á vettvangi og nú erum við að reyna að púsla þessu saman," segir Stefán og áréttar að enn sé ekki tímabært að slá neinu föstu.
„Krafan um eldvarnarveggi kom ekki fyrr en eftir brunann mikla árið 1915, þegar hálfur miðbærinn brann, og þessi hús eru byggð miklu fyrr, þannig að eldvarnarveggir voru ekki fyrir hendi," segir Bjarni Kjartansson, sviðstjóri forvarnarsviðs slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að eldurinn hafi ekki getað kviknað á verri stað, líklega fyrir innan klæðningu. Þar með hafi öll brunavörn verið farin og eldurinn taumlaus.
Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en klukkan sex í gærmorgun þegar lögreglu var afhentur vettvangur.
Skaðinn var | 4