Ísfélagið kaupir Þórunni Sveinsdóttur

mbl.is/Hafþór

Undirritaður hefur verið samningur um kaup Ísfélagsins á ísfisktogaranum Þórunni Sveinsdóttur VE 401 en til mun standa að Þórunn komi í stað Heimaeyjar VE sem lagt var í vetur. Samkvæmt því sem fram kemur á vef Frétta er Þórunn seld er án aflahlutdeildar eða aflamarks og verður hún afhent nýjum eigendum 1. september. Allri áhöfn togarans mun standa til boða að fylgja honum.

Þórunn Sveinsdóttir VE 401 var smíðuð á Akureyri 1991 og hefur alla tíða verið mikið afla- og happaskip. Það er útgerðin Ós ehf. sem á og gerir hana út og framkvæmdastjóri er Sigurjón Óskarsson, margfaldur aflakóngur í Eyjum. Hann stefnir á nýsmíði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert