Í könnuninni, sem var gerð dagana 10. til 16. apríl sl., kom fram að 74,1% taldi 35,72% skatt of háan, 24,4% sögðu hann hæfilegan og 1,5% mátu hann of lágan. 69,8% karla töldu skattinn of háan og 78,2% kvenna.
61% þeirra, sem sögðust ætla að kjósa Framsóknarflokkinn í komandi kosningum, taldi skattinn of háan, 78,0% þeirra sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 72,3% kjósenda Samfylkingarinnar, 64,9% kjósenda Vinstri grænna og 76,3% kjósenda annarra flokka. 95,1% aðspurðra tók afstöðu.
41,7% kjósenda Framsóknarflokksins töldu skattinn hæfilegan en 36,1% of lágan. 67,9% kjósenda Sjálfstæðisflokksins töldu skattinn hæfilegan og 14,8% töldu hann of lágan. 43,4% stuðningsmanna Samfylkingar töldu skattinn hæfilegan og 37,7% of lágan. Samsvarandi tölur fyrir kjósendur Vinstri grænna voru 36,1% og 44,6% og 58,3% og 22,2% fyrir aðra kjósendur.
58,2% töldu 18% skatt á tekjur og hagnað fyrirtækja vera hæfilegan, 22,7% töldu hann of lágan og 19,1% of háan. 59,6% karla töldu hann hæfilegan, 21,5% of háan og 18,9% of lágan. 56,8% kvenna töldu skattinn hæfilegan, 27,1% of lágan og 16,2% of háan.
Úrtakið í könnuninni var tilviljunarúrtak úr þjóðskrá. Í því voru 1.225 manns á aldrinum 18 til 75 ára og var 61,8% svarhlutfall.