Samfylkingin býður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Sam­fylk­ing­in býður til fjöl­skyldu­hátíðar í Hús­dýrag­arðinum í Laug­ar­dal, á morg­un laug­ar­dag. Garður­inn er op­inn frá kl. 10 - 17 og er ókeyp­is í leik­tæk­in, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

All­ir geta tekið þátt í rat­leik og 10 heppn­ar fjöl­skyld­ur vinna árskort í Hús­dýrag­arðinn.

Auk þess að bregða á leik er boðið uppá hefðbundna dag­skrá og sér­staka skemmti­dag­skrá.

Sér­stök skemmti­dag­skrá verður á milli 14 og 16:30 en á meðal skemmti­atriða má nefna Skoppu og Skrýtlu, Fel­ix og Gunna og þá verður töframaður á staðnum auk þess sem boðið verður upp á and­lits­mál­un.

Þau Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Össur Skarp­héðins­son, sem leiða lista flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæm­um norður og suður, verða á staðnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert