Samvinnu leitað við eigendur um að götumynd verði endurbyggð

mbl.is/Sverrir

Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður segir það eindreginn vilja allra hlutaðeigandi yfirvalda að götumyndin á horni Aðalstrætis og Lækjargötu verði endurbyggð í þeirri mynd sem hún var fyrir brunann á miðvikudag. Fundur var haldinn um málið í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun og mun borgarstjóri eiga fund með eigendum húsanna um framhald málsins á morgun.

Guðný Gerður sagði í samtali við blaðamann mbl.is í dag að samþykkt hafi verið á fundinum í morgun að leita eftir samráði og samvinnu við eigendur húsanna og lóðanna en hvorki húsin né lóðirnar eru í eigi borgarinnar. Þá sagði hún hugmyndir hafi verið uppi um það meðal eigenda lóðanna að auka byggingarhlutfall á þeim samkvæmt skipulagi frá árinu 1986. Minjavernd hafi hins vegar barist fyrir því að að götumyndin fengi að halda sér og að það yrði tryggt í skipulagi svæðisins. Samstaða sé um að þeirri viðleitni verði haldið áfram í kjölfar brunans.

Byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar lagði tímabundið bann við niðurrifi húsanna í dag og stendur það um ótiltekinnn tíma til að veita fulltrúum Minjasafns Reykjavíkur og Húsfriðunarnefndar tækifæri til að skoða aðstæður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert