Tekinn fyrir lyfjaakstur í porti lögreglustöðvarinnar

Lögreglustöðin við Hverfisgötu.
Lögreglustöðin við Hverfisgötu. mbl.is/Jim Smart

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn fyrir lyfjaakstur síðdegis í gær. Það sem gerir mál hans fremur sérstakt er vettvangur brotsins en maðurinn var stöðvaður í porti lögreglustöðvarinnar við Hverfisgötu. Þangað hafði hann komið til að hitta kunningja sinn að máli en sá var í haldi lögreglu sem hafði stöðvað hann nokkru áður fyrir að aka undir áhrifum lyfja.

Ekkert varð af fundum félaganna en sá fyrrnefndi sneri þá frá en birtist svo skömmu síðar undir stýri bifreiðar sem hann hafði ekið inn í port lögreglustöðvarinnar. Akstur hans var umsvifalaust stöðvaður og maðurinn handtekinn en hann var í annarlegu ástandi. Af kunningjanum er það að segja að í bíl hans fannst allnokkuð af munum sem taldir eru vera þýfi úr innbrotum í bíla á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga. Munirnir voru haldlagðir segir lögregla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert