Tjaldað í austurborginni

Það er ekki fyrr en um miðjan maí sem tjaldsvæði …
Það er ekki fyrr en um miðjan maí sem tjaldsvæði opna almennt. Tjaldið sem hér sést tengist ekki efni fréttarinnar. mbl.is/Sverrir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í austurborgina í gærmorgun en þar hafði karlmaður reist tjald og lét fara vel um sig. Maðurinn, sem reyndist vera ferðamaður frá Nýja-Sjálandi, var að elda sér morgunverð þegar lögreglumenn komu á vettvang. Honum var leyft að klára árbítinn en gert grein fyrir að þarna gæti hann ekki dvalist en maðurinn hafði tjaldað á einkalóð.

Ekki er vitað hvar hann gisti í nótt en tjaldsvæði eru almennt ekki opnuð fyrr en um miðjan maí.

Ferðamaðurinn er ekki fyrsti tjaldbúinn sem lögregla hefur afskipti af þetta vorið. Á dögunum bárust fréttir af tjaldi í útjaðri borgarinnar en þar var smá gleðskapur í gangi þegar að var komið. Allt fór friðsamlega fram og ekki þótti ástæða til frekari afskipta en þeir tjaldbúar höfðu í önnur hús að venda yfir nóttina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert