Andrésar andar leikarnir á skíðum standa nú yfir í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar. Leikarnir, sem eru þeir 31. í röðinni, voru settir á miðvikudagskvöld og keppni hófst í gær. Þátttakendur eru um 800 á aldrinum 7 til 14 ára og keppt er í svigi, stórsvigi og göngu. Keppni hefst í dag kl. 10 í stórisvigi 8, 9 og 12 ára en mótinu lýkur um hádegisbil á morgun.