VG hvetur til samstöðu um endurreisn húsanna sem brunnu

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann harmi það tjón sem varð í brunanum í miðborg Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag. Í yfirlýsingunni segir að mikil eftirsjá sé að þeim menningarverðmætum sem urðu eldinum að bráð og Vinstri græn telja brýnt að breið samstaða takist um endurreisn húsanna sem brunnu og taka undir yfirlýsingar borgarstjóra þar um. Jafnframt leggi flokkurinn áherslu á að endurbyggingu hinna sögufrægu húsa verði hraðað eins og kostur er.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert