Varað við hálku og éljagangi

Hálka og élja­gang­ur er á Holta­vörðuheiði og snóþekja víða á Snæ­fellsnesi. Þá er snjóþekja og skafrenn­ing­ur á Stein­gríms­fjarðar­heiði og hálku­blett­ir eru á heiðum á Vest­fjörðum að sögn Vega­gerðar­inn­ar.

Hálku­blett­ir eru á Vatns­skarði og víða byrjað að élja á Norður­landi, ann­ars er greiðfært um allt land.

Vegna aur­bleytu og hættu á vega­skemmd­um er all­ur akst­ur bannaður á flest­öll­um há­lendis­veg­um sem að jafnaði eru ekki fær­ir nema að sum­ar­lagi. Þó er fært inn í Þórs­mörk. Þeir sem vilja kom­ast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsa­felli upp á Lang­jök­ul og einnig er hægt að kom­ast upp á Mýr­dals­jök­ul um Sól­heima­heiði.

Vegna hættu á slit­lags­skemmd­um eru þun­ga­tak­mark­an­ir víða um land og eru flutn­ingsaðilar beðnir um að kynna sér það nán­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert