Varað við hálku og éljagangi

Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og snóþekja víða á Snæfellsnesi. Þá er snjóþekja og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir eru á heiðum á Vestfjörðum að sögn Vegagerðarinnar.

Hálkublettir eru á Vatnsskarði og víða byrjað að élja á Norðurlandi, annars er greiðfært um allt land.

Vegna aurbleytu og hættu á vegaskemmdum er allur akstur bannaður á flestöllum hálendisvegum sem að jafnaði eru ekki færir nema að sumarlagi. Þó er fært inn í Þórsmörk. Þeir sem vilja komast með bíla eða vélsleða á snjó er bent á að hægt er að fara frá Húsafelli upp á Langjökul og einnig er hægt að komast upp á Mýrdalsjökul um Sólheimaheiði.

Vegna hættu á slitlagsskemmdum eru þungatakmarkanir víða um land og eru flutningsaðilar beðnir um að kynna sér það nánar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert