Bensínverð hækkaði í vikunni að meðaltali um 2,50 krónur. Olís reið á vaðið sl. miðvikudag, hækkaði um 2,70 krónur og N1 fylgdi í kjölfarið, hækkaði um 2,50, og loks Skeljungur 2,50. Hin olíufélögin hafa ekki látið sitt eftir liggja og hafa hækkað bensínverð.
Meðalhækkunin virðist vera 2,50 krónur.
Að sögn Runólfs Ólafssonar, formanns Félags íslenskra bifreiðaeigenda, mátti allt eins búast við hækkun þar sem heimsmarkaðsverð hefur hækkað að undanförnu.