Tilkynnt var um innbrot í nýbyggingu í Menntaskólanum við Hamrahlíð í nótt, þar var stolið tölvuskjá og telur lögregla að þjófurinn hafi falið sig og látið læsa sig inni í skólanum í gærkvöldi, enginn er í haldi vegn málsins, en það er í rannsókn. Þá var tilkynnt um eld í salernisskúr Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti snemma í morgun, talsverður eldur var í skúrnum sem er mikið skemmdur, en ekki er vitað um eldsupptök.