Rigning, slydda og snjókoma á landinu í dag

Veðurstofan spáir austlægri átt, víða 5-13 m/s, á landinu í dag en 13-20 norðvestanlands og á annesjum norðantil. Rigning verður með köflum um landið sunnanvert, en slydda eða snjókoma fyrir norðan. Á morgun er gert ráð fyrir hægari suðlægri átt og að úrkoma verði minni. Við Norður- og Norðvesturströndina verður hins vegar norðaustan 10-18. Hiti verður 0 til 7 stig, svalast norðantil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert