Þúsundþjalasmiður

00:00
00:00

Mat­reiðslumaður­inn Ei­rík­ur Finns­son sér um mötu­neytið fyr­ir um það bil 640 nem­end­ur og starfs­fólk í Breiðholts­skóla í Reykja­vík. Ei­rík­ur hef­ur alla tíð verið uppá­tækja­sam­ur dellukall og það er ekki til það far­ar­tæki eða tóm­stundagam­an sem hann hef­ur ekki prófað. Fyr­ir um það bil tveim­ur árum þróaði hann tölvu­kerfi fyr­ir mötu­neyti skól­ans sem hafði áður út­hlutað nem­end­um plöstuð hand­unn­in spjöld sem voru síðan götuð fyr­ir hverja máltíð.

Nýja tölvu­kerfið reyn­ist vel. Börn­in slá inn fjög­urra stafa leyn­i­núm­er þegar röðin kem­ur að þeim og starfs­fólkið fær þá sam­stund­is aðgang að öll­um upp­lýs­ing­um um nem­andann á tölvu­skjá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert