Fólksfjölgun ekki meiri frá því um miðjan sjötta áratuginn

mbl.is/ÞÖK

Á ár­inu 2006 var fólks­fjölg­un á Íslandi með því mesta sem mælst hef­ur, sam­kvæmt því sem fram kem­ur í Hagtíðind­um hag­stof­unn­ar. Þann 31. des­em­ber 2006 voru lands­menn 307.672 sam­an­borið við 299.891 ári áður og jafn­gild­ir það því að íbú­um hafi fjölgað um 2,6% á einu ári. Er það mjög mik­il fjölg­un bæði þegar litið er til annarra Evr­ópu­landa og þró­un­ar á Íslandi und­an­farna ára­tugi.

Und­an­far­inn ára­tug hef­ur fólks­fjölg­un í álf­unni í heild verið um 0,2% og í ein­ung­is ör­fá­um lönd­um fjölg­ar íbú­um um meira en 1% á ári. Þá hef­ur fólks­fjölg­un hér á landi ekki verið meiri síðan um miðjan sjötta ára­tug síðustu ald­ar.

Árið 2006 fjölgaði íbú­um í öll­um lands­hlut­um á Íslandi nema á Vest­fjörðum og á Norður­landi en þar var fólks­fjölg­un lít­il sem eng­in. Held­ur hef­ur þó dregið úr fólks­fækk­un á Vest­fjörðum en þar fækkaði íbú­um um 1,2% á ár­inu 2006. Meðaltals­fækk­un á svæðinu á ár­un­um 2001–2006 var hins veg­ar 1,4% en næstu fimm árin þar á und­an fækkaði Vest­f­irðing­um um 1,9%.

Á höfuðborg­ar­svæðinu var fólks­fjölg­un á síðasta ári hins veg­ar held­ur minni en landsmeðaltalið, 2,4% sam­an­borið við 2,6% á land­inu í heild. Frem­ur litl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á fólks­fjölg­un á höfuðborg­ar­svæðinu und­an­far­inn ára­tug og var ár­leg meðal­fjölg­un ár­anna 2001–2006 1,5%. Á síðari hluta 10. ára­tug­ar­ins fjölgaði íbú­um höfuðborg­ar­svæðis um 2,1%

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert