Fötluð börn eru í 50% meiri hættu en önnur börn á að verða fyrir kynferðisofbeldi. Til að draga úr þessari hættu er nauðsynlegt að fræða bæði börnin og þá sem starfa með þeim. 97% gerenda þekkja börnin, vinna með þeim í skóla eða dagvistun eða eru bundnir þeim fjölskylduböndum.
Þetta segir bandaríski fræðimaðurinn Shirley Paceley sem mun ásamt fleirum halda erindi á ráðstefnu um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum sem haldin verður í Reykjavík dagana 24.–25. maí nk. Að ráðstefnunni standa samtökin Blátt áfram, Barnaverndarstofa, Þroskahjálp, Stígamót, Félag heyrnarlausra, Háskólinn í Reykjavík, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra og Neyðarlínan 112.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.