Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum

Frekar rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sex ökumenn voru teknir fyrir ölvun við akstur auk þess sem þrír fengu að gista fangageymslur vegna ölvunar. Heldur meira var um að vera í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum, þar var mikið annríki vegna ölvunar og slagsmála, fimm gistu fangageymslur lögreglunnar þar.

M.a. var tilkynnt um mann sem lá í blóði sínu á Hafnargötu í Keflavík. Hafði hann verið sleginn með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og skurður kom á hnakka. Snemma morguns stöðvaði lögregla ökumann í Keflavík, var hann grunaður um akstur undir áhrifum ólöglegra fíkniefna. Eftir blóðsýna- og skýrslutöku var ökumaður frjáls ferða sinna.

Þá voru tveir ökumenn stöðvaðir á Reykjanesbraut vegna hraðaksturs þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Hraði þeirra mældist 124 og 125 km/klst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert