Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum

Frek­ar ró­legt var hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt, sex öku­menn voru tekn­ir fyr­ir ölv­un við akst­ur auk þess sem þrír fengu að gista fanga­geymsl­ur vegna ölv­un­ar. Held­ur meira var um að vera í um­dæmi lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um, þar var mikið ann­ríki vegna ölv­un­ar og slags­mála, fimm gistu fanga­geymsl­ur lög­regl­unn­ar þar.

M.a. var til­kynnt um mann sem lá í blóði sínu á Hafn­ar­götu í Kefla­vík. Hafði hann verið sleg­inn með þeim af­leiðing­um að tönn brotnaði og skurður kom á hnakka. Snemma morg­uns stöðvaði lög­regla öku­mann í Kefla­vík, var hann grunaður um akst­ur und­ir áhrif­um ólög­legra fíkni­efna. Eft­ir blóðsýna- og skýrslu­töku var ökumaður frjáls ferða sinna.

Þá voru tveir öku­menn stöðvaðir á Reykja­nes­braut vegna hraðakst­urs þar sem há­marks­hraði er 90 km/​klst. Hraði þeirra mæld­ist 124 og 125 km/​klst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert