Yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík

Há­skól­inn í Reykja­vík hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram HR muni verða eitt af fyrstu fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um lands­ins til að sækja um vott­un jafnra launa á veg­um fé­lags­málaráðuneyt­is­ins.

Yf­ir­lýs­ing­in fer í heild hér á eft­ir:

"Mis­hermt er í grein Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar Gísla­dótt­ur um kyn­bund­inn launamun í Morg­un­blaðinu í gær að Svafa Grön­feldt, rektor Há­skól­ans í Reykja­vík, hafi lýst yfir stuðningi við þær aðferðir sem lýst er í stefnu­skrá Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um af­nám launa­leynd­ar.

Hið rétta er að Há­skól­inn í Reykja­vík mun verða eitt af fyrstu fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um lands­ins til að sækja um vott­un jafnra launa á veg­um fé­lags­málaráðuneyt­is­ins eins og fjallað hef­ur verið um í fjöl­miðlum und­an­farna daga.

Há­skól­inn í Reykja­vík vill vera í far­ar­broddi í jafn­rétt­is­mál­um og hef­ur HR valið þessa leið sem heppi­leg­asta til að tryggja jafn­rétti starfs­manna sinna."

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert