15 ára ölvaður ökumaður á stolnum bíl

Sautján öku­menn voru tekn­ir fyr­ir ölv­unar­akst­ur á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina. Einn var stöðvaður á föstu­dags­kvöld, átta á laug­ar­dag og jafn­marg­ir á sunnu­dag. Tíu voru tekn­ir í Reykja­vík, fjór­ir í Hafnar­f­irði og þrír í Garðabæ.

Lög­regl­an seg­ir að um hafi verið að ræða fimmtán karl­menn og tvær kon­ur, 18 og 52 ára. Fjór­ir karl­anna eru und­ir tví­tugu en sá yngsti þeirra er aðeins 15 ára og hef­ur því aldrei öðlast öku­rétt­indi. Sá var á stoln­um bíl með 16 ára fé­laga sín­um.

Fimm­tíu og átta um­ferðaró­höpp voru til­kynnt til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu um helg­ina en tvö þeirra má rekja til ölv­unar­akst­urs. Annað var minni­hátt­ar en í hinu urðu mikl­ar skemmd­ir á tveim­ur bíl­um. Þar átti sök 33 ára karl­maður sem missti stjórn á bíln­um sín­um í miðborg­inni með þeim af­leiðing­um að hann ók á kyrr­stæðan bíl og hafnaði síðan á grind­verki. Báðir bíl­arn­ir voru óöku­fær­ir eft­ir óhappið en ökumaður­inn slapp án telj­andi meiðsla.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert