1,2 milljónir manna láta lífið í umferðarslysum árlega

Alþjóðleg umferðaöryggisvika hófst í dag á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO, sem skilgreinir afleiðingar umferðaslysa sem eitt stærsta heilbrigðisvandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir. Tilgangur vikunnar er að vekja athygli á þeim miklu fórnum sem eru færðar í umferðinni en WHO áætlar að um 1,2 milljónir manna látist árlega í umferðarslysum.

Fram kom á blaðamannafundi Umferðarstofu, þar sem umferðarvikan var kynnt, að talið sé að umferðaslys á Íslandi kosti á bilinu 21 – 29 milljarða króna á ári. Í flestum tilfellum séu orsakir alvarlegra umferðaslysa áhættuhegðun ökumanna og því ljóst að mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir slysin sé breytt viðhorf og ábyrgari hegðun í umferðinni.

Áætlað er að á hverjum degi látist um 3000 manns í umferðaslysum í heiminum, ar af u.þ.b. 500 börn. Það þýðir að á 3ja mínútna fresti deyr barn í umferðinni í heiminum. Samkvæmt því má gera ráð fyrir að u.þ.b. 1500 börn slasist alvarlega eða eitt barn á mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert