Fyrsta álið framleitt í álveri Alcoa

Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls vinnur við krana framan við álsíló í …
Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls vinnur við krana framan við álsíló í álverinu í Reyðarfirði. Reuters

Áli var um helg­ina tappað úr fyrsta ker­inu, sem gang­sett var ný­lega í nýju ál­veri Alcoa-Fjarðaáls. Gang­setn­ing hófst um miðjan mánuðinn og er gert ráð fyr­ir að um 40 ker verði gang­sett í þess­um fyrsta áfanga. Alls verða 336 ker í ál­ver­inu og er ekki gert ráð fyr­ir því að gagnsetn­ing­unni ljúki fyrr en und­ir lok árs­ins.

Reu­ters­frétta­stof­an fjall­ar um ál­verið í dag og kem­ur þar fram, að fyrsti málm­ur­inn hafi verið fram­leidd­ur þar um helg­ina. Erna Indriðadótt­ir, talsmaður Alcoa-Fjarðaáls, staðfesti að fyrsta ál­inu hefði verið tappað af keri um helg­ina.

Bygg­ingu ál­vers­ins er ekki enn lokið en verið er að gang­setja ker í vest­ur­enda þess. Álverið fær nú um 100 mega­vött af raf­magni frá landsnet­inu en ekki er gert ráð fyr­ir að gang­setn­ing ker­anna hefj­ist fyr­ir al­vöru fyrr en raf­magns­fram­leiðsla hefst í Kára­hnjúka­virkj­un, síðar á þessu ári. Fram­leiðslu­geta ál­vers­ins verður 346.000 tonn á ári.

Um­fjöll­un Reu­ters­frétta­stof­unn­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert