Fyrsta álið framleitt í álveri Alcoa

Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls vinnur við krana framan við álsíló í …
Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls vinnur við krana framan við álsíló í álverinu í Reyðarfirði. Reuters

Áli var um helgina tappað úr fyrsta kerinu, sem gangsett var nýlega í nýju álveri Alcoa-Fjarðaáls. Gangsetning hófst um miðjan mánuðinn og er gert ráð fyrir að um 40 ker verði gangsett í þessum fyrsta áfanga. Alls verða 336 ker í álverinu og er ekki gert ráð fyrir því að gagnsetningunni ljúki fyrr en undir lok ársins.

Reutersfréttastofan fjallar um álverið í dag og kemur þar fram, að fyrsti málmurinn hafi verið framleiddur þar um helgina. Erna Indriðadóttir, talsmaður Alcoa-Fjarðaáls, staðfesti að fyrsta álinu hefði verið tappað af keri um helgina.

Byggingu álversins er ekki enn lokið en verið er að gangsetja ker í vesturenda þess. Álverið fær nú um 100 megavött af rafmagni frá landsnetinu en ekki er gert ráð fyrir að gangsetning keranna hefjist fyrir alvöru fyrr en rafmagnsframleiðsla hefst í Kárahnjúkavirkjun, síðar á þessu ári. Framleiðslugeta álversins verður 346.000 tonn á ári.

Umfjöllun Reutersfréttastofunnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert