Heildsöluverð á lyfjum það sama og á Norðurlöndum

Lyfjaverð er hátt þrátt fyrir að heildsöluverð sé svipað og …
Lyfjaverð er hátt þrátt fyrir að heildsöluverð sé svipað og á hinum Norðurlöndunum. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri Samtaka frumlyfjaframleiðenda á Íslandi, segir heildsöluverð á lyfjum hafa lækkað mikið hér á landi frá því árið 2005. Samkvæmt úttekt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, var lyfjaverð á Íslandi þá 60% yfir meðalverði í Evrópuríkjum og var lyfjaverð hvergi hærra í Evrópu nema í Sviss.

„Í fréttinni kemur ekki fram hvort um sé að ræða heildsöluverð eða smásöluverð en heildsöluverð er nú að meðaltali það sama og á hinum Norðurlöndunum og í mörgum tilvikum er það lægra en í Danmörku," sagði Jakob Falur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

Hann sagði að hlutur sjúklinga hafi ekkert breyst þó að heildsöluverð hafi lækkað eftir að samkomulag hafi náðst um að ná heildsöluverði niður á sama stig og á hinum Norðurlöndunum.

Jakob Falur benti á að allir stjórnmálaflokkarnir hafa sent frá sér ályktanir um málið og stefni á að lækka útsöluverð á lyfjum. „Einfaldasta aðgerðin sem við höfum verið að benda á er að lækka eða fella virðisaukaskatt á lyfjum niður eins og tildæmis var gert við gosdrykki og geisladiska," sagði Jakob Falur að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka