Fremur rólegt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þó var tilkynnt um tvö innbrot í austurborginni, í fyrirtæki annars vegar og skóla hinsvegar. Reynt var að stela tveimur skjávörpum í fyrirtækinu, en tókst ekki, þeir eru þó líklega ónýtir eftir tilraunirnar. Ekki liggur fyrir hvort einhverju var stolið í skólanum.
Bílstjórar voru til vandræða á Suðurnesjum, þrír voru teknir í gærkvöldi á Reykjanesbrautinni, á 121, 157 og 160 kílómetra hraða þar sem hámarkhraði er 90. Þá var einn tekinn vegna ölvunaraksturs á Reykjanesbrautinni, en hann reyndist auk þess ökuréttindalaus.