Innbrot í austurborginni

Frem­ur ró­legt var hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu í nótt, þó var til­kynnt um tvö inn­brot í aust­ur­borg­inni, í fyr­ir­tæki ann­ars veg­ar og skóla hins­veg­ar. Reynt var að stela tveim­ur skjáv­örp­um í fyr­ir­tæk­inu, en tókst ekki, þeir eru þó lík­lega ónýt­ir eft­ir til­raun­irn­ar. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort ein­hverju var stolið í skól­an­um.

Bíl­stjór­ar voru til vand­ræða á Suður­nesj­um, þrír voru tekn­ir í gær­kvöldi á Reykja­nes­braut­inni, á 121, 157 og 160 kíló­metra hraða þar sem há­mark­hraði er 90. Þá var einn tek­inn vegna ölv­unar­akst­urs á Reykja­nes­braut­inni, en hann reynd­ist auk þess öku­rétt­inda­laus.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert