Misjöfn örlög eikarbáta

Báðir þessir bátar, Reynir og Náttfari, voru byggðir í Stykkishólmi …
Báðir þessir bátar, Reynir og Náttfari, voru byggðir í Stykkishólmi á sínum tíma. mbl.is/Hafþór

Það var mikið um að vera við drátt­ar­braut­ina á Húsa­vík í dag. Verið var að taka hvala­skoðun­ar­bát­inn Nátt­fara upp en starfs­menn Norður-Sigl­ing­ar eru nú í óða önn að und­ir­búa bát­ana fyr­ir sum­arið. Fyrsta ferðin þessa vertíðina var far­in í gær þegar Bjössi Sör fór með sex­tán farþega af ýmsu þjóðerni á hvala­slóðir og sáust bæði hrefn­ur og höfr­ung­ar í ferðinni.

Í braut­inni er einnig verið að rífa eik­ar­bát­inn Reyni GK 177 frá Sand­gerði en bát­ur­inn hef­ur staðið þar síðan í sept­em­ber 2002. Eig­andi báts­ins hef­ur verið lýst­ur gjaldþrota og tók sveit­ar­fé­lagið Norðurþing við bátn­um til förg­un­ar.

Nátt­fara biðu á sín­um tíma sömu ör­log og Reyn­is þegar Norður-Sigl­ing­ar­menn björguðu bátn­um og gerðu hann upp.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert