Misjöfn örlög eikarbáta

Báðir þessir bátar, Reynir og Náttfari, voru byggðir í Stykkishólmi …
Báðir þessir bátar, Reynir og Náttfari, voru byggðir í Stykkishólmi á sínum tíma. mbl.is/Hafþór

Það var mikið um að vera við dráttarbrautina á Húsavík í dag. Verið var að taka hvalaskoðunarbátinn Náttfara upp en starfsmenn Norður-Siglingar eru nú í óða önn að undirbúa bátana fyrir sumarið. Fyrsta ferðin þessa vertíðina var farin í gær þegar Bjössi Sör fór með sextán farþega af ýmsu þjóðerni á hvalaslóðir og sáust bæði hrefnur og höfrungar í ferðinni.

Í brautinni er einnig verið að rífa eikarbátinn Reyni GK 177 frá Sandgerði en báturinn hefur staðið þar síðan í september 2002. Eigandi bátsins hefur verið lýstur gjaldþrota og tók sveitarfélagið Norðurþing við bátnum til förgunar.

Náttfara biðu á sínum tíma sömu örlog og Reynis þegar Norður-Siglingarmenn björguðu bátnum og gerðu hann upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert