Sníkjudýrasýking orsök hruns hörpuskeljastofns í Breiðafirði

Rann­sókn­ir á hörpu­skelja­stofn­in­um í Breiðafirði benda til að sníkju­dýra­sýk­ing sé or­sök­in fyr­ir hruni stofns­ins. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Skessu­horns. Hörpu­skelja­stofn­inn hef­ur ekki náð sér á strik í fjöl­mörg ár, en á ár­un­um 1996-2000 var hörpudiskafl­inn í Breiðafirði um 8500 tonn að jafnaði.

Fyrstu rann­sókn­ir á or­sök­um hruns­ins bentu til að sjáv­ar­hita væri um að kenna, en rann­sókn­ir nú benda til að hækk­un sjáv­ar­hita sé ekki áhrifaþátt­ur í sýk­ing­unni, þar sem sýk­ing er meiri á vor­in þegar sjáv­ar­kuldi er mest­ur.

Árni Krist­munds­son, líf­fræðing­ur á Til­rauna­stöðinni á Keld­um, sagði í sam­tali við Skessu­horn, að um tvær teg­und­ir ein­fruma snýkju­dýra væri að ræða, svo­kölluð hnýsi­dýr eða coccidia.

Skessu­horn

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka