Rannsóknir á hörpuskeljastofninum í Breiðafirði benda til að sníkjudýrasýking sé orsökin fyrir hruni stofnsins. Þetta kemur fram á fréttavef Skessuhorns. Hörpuskeljastofninn hefur ekki náð sér á strik í fjölmörg ár, en á árunum 1996-2000 var hörpudiskaflinn í Breiðafirði um 8500 tonn að jafnaði.
Fyrstu rannsóknir á orsökum hrunsins bentu til að sjávarhita væri um að kenna, en rannsóknir nú benda til að hækkun sjávarhita sé ekki áhrifaþáttur í sýkingunni, þar sem sýking er meiri á vorin þegar sjávarkuldi er mestur.
Árni Kristmundsson, líffræðingur á Tilraunastöðinni á Keldum, sagði í samtali við Skessuhorn, að um tvær tegundir einfruma snýkjudýra væri að ræða, svokölluð hnýsidýr eða coccidia.