Staðgöngumóðir er lögmóðir

Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is

Staðgöngumóðir er sú kona sem gengur með og elur barn sem getið er af öðru fólki með tæknifrjóvgun. Í lagalegum skilningi er staðgöngumóðirin móðir barnsins sem hún elur, þótt hún sé það ekki í líffræðilegu tilliti.

Móðir í lagalegum skilningi

"Staðgöngumæðrun hefur alls staðar verið umdeild vegna þess hve það er erfitt að vera í þeirri stöðu að fæða barn og láta það frá sér. Erlendis hafa komið upp alvarleg vandamál þegar staðgöngumæður hafa ekki viljað láta barnið af hendi, þrátt fyrir heit þar um," segir Reynir Tómas. Að hans sögn hefur þetta þó verið einn af þeim raunhæfu möguleikum sem konur sem misst hafa leg, en halda eggjastokkum, hafa átt til að eignast barn. "Það eru margir á þeirri skoðun, og þar á meðal ég, að það kæmi vel til greina að breyta lögum um tæknifrjóvgun og rýmka heimildir til staðgöngumæðrunar í sérstökum tilfellum að uppfylltum fastákveðnum skilyrðum."

Kona getur ekki gefið frá sér ófætt barn og því reynir ekki á samkomulag tilvonandi foreldra við staðgöngumóður fyrr en barn er fætt. "Það er svo áhætta sem fólk þarf að taka, um að staðgöngumóðirin efni sitt heit við fæðingu barnsins."

Til þess að koma staðgönguþungun í kring, þurfa hinir tilvonandi íslensku foreldrar og íslensk staðgöngumóðir nú að fara til útlanda, þangað sem leyfilegt er að gera slíkar aðgerðir. Foreldrarnir þurfa því að bera allan kostnað sjálfir, þar með talinn kostnað staðgöngumóðurinnar en kostnaður við aðgerðina sjálfa getur verið 250-500 þúsund krónur.

Á netinu má finna fjölda vefja þar sem fólk óskar eftir staðgöngumæðrum en einnig vefi þar sem konur auglýsa að þær taki staðgöngumæðrun að sér. Dæmi eru um það erlendis, ef marka má sumar þessara netsíðna, að konur hafi staðgöngumæðrun að lifibrauði. Ekki er sama hver staðgöngumóðirin er, því þær verða líka að uppfylla ákveðin heilbrigðisskilyrði og fylgikvillar í þungun hjá staðgöngumóður geta orðið og haft áhrif á heilbrigði barnsins. Enn önnur vandamál koma upp ef staðgöngumóðir er erlend.

Heppilegra að velja skyldfólk

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert