Staðgöngumóðir er lögmóðir

Eft­ir Bergþóru Jóns­dótt­ur begga@mbl.is

Staðgöngumóðir er sú kona sem geng­ur með og elur barn sem getið er af öðru fólki með tækni­frjóvg­un. Í laga­leg­um skiln­ingi er staðgöngumóðirin móðir barns­ins sem hún elur, þótt hún sé það ekki í líf­fræðilegu til­liti.

Móðir í laga­leg­um skiln­ingi

"Staðgöngu­mæðrun hef­ur alls staðar verið um­deild vegna þess hve það er erfitt að vera í þeirri stöðu að fæða barn og láta það frá sér. Er­lend­is hafa komið upp al­var­leg vanda­mál þegar staðgöngu­mæður hafa ekki viljað láta barnið af hendi, þrátt fyr­ir heit þar um," seg­ir Reyn­ir Tóm­as. Að hans sögn hef­ur þetta þó verið einn af þeim raun­hæfu mögu­leik­um sem kon­ur sem misst hafa leg, en halda eggja­stokk­um, hafa átt til að eign­ast barn. "Það eru marg­ir á þeirri skoðun, og þar á meðal ég, að það kæmi vel til greina að breyta lög­um um tækni­frjóvg­un og rýmka heim­ild­ir til staðgöngu­mæðrun­ar í sér­stök­um til­fell­um að upp­fyllt­um fastákveðnum skil­yrðum."

Kona get­ur ekki gefið frá sér ófætt barn og því reyn­ir ekki á sam­komu­lag til­von­andi for­eldra við staðgöngumóður fyrr en barn er fætt. "Það er svo áhætta sem fólk þarf að taka, um að staðgöngumóðirin efni sitt heit við fæðingu barns­ins."

Til þess að koma staðgönguþung­un í kring, þurfa hinir til­von­andi ís­lensku for­eldr­ar og ís­lensk staðgöngumóðir nú að fara til út­landa, þangað sem leyfi­legt er að gera slík­ar aðgerðir. For­eldr­arn­ir þurfa því að bera all­an kostnað sjálf­ir, þar með tal­inn kostnað staðgöngumóður­inn­ar en kostnaður við aðgerðina sjálfa get­ur verið 250-500 þúsund krón­ur.

Á net­inu má finna fjölda vefja þar sem fólk ósk­ar eft­ir staðgöngu­mæðrum en einnig vefi þar sem kon­ur aug­lýsa að þær taki staðgöngu­mæðrun að sér. Dæmi eru um það er­lend­is, ef marka má sum­ar þess­ara net­síðna, að kon­ur hafi staðgöngu­mæðrun að lifi­brauði. Ekki er sama hver staðgöngumóðirin er, því þær verða líka að upp­fylla ákveðin heil­brigðis­skil­yrði og fylgi­kvill­ar í þung­un hjá staðgöngumóður geta orðið og haft áhrif á heil­brigði barns­ins. Enn önn­ur vanda­mál koma upp ef staðgöngumóðir er er­lend.

Heppi­legra að velja skyld­fólk

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert