Þriggja mánaða fangelsi fyrir búðarhnupl

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt karl­mann á fimm­tugs­aldri í 3 mánaða fang­elsi fyr­ir að hafa í fe­brú­ar sl. stolið mat­vöru að and­virði 5089 króna úr versl­un Hag­kaupa í Kingl­unni. Maður­inn játaði brotið þegar málið var tekið fyr­ir í héraðsdómi í dag og kvað Jón­as Jó­hanns­son, dóm­ari upp dóm í kjöl­farið.

Fram kem­ur í dómn­um, að maður­inn hafi áður verið sak­felld­ur í níu skipti fyr­ir þjófnað, síðast í 45 daga fang­elsi árið 2005.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert