Tugir starfsmanna við Kárahnjúka veiktust

Fjörutíu starfsmenn sem vinna við gerð Kárahnjúkavirkjunar voru óvinnufærir á föstudag vegna niðurgangs og uppkasta að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Haft er eftir Helgu Hreinsdóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Austurlands, að sýkingin, sem olli veikindunum, hafa verið staðbundin þar sem aðrir veiktust ekki sama dag.

Helga segir í blaðinu, að hreinlæti sé ábótavant þar sem menn vinni í göngum. Þeir geti ekki þvegið sér áður en þeir borði og skammti sér sjálfir á pappadiska úr opnum ílátum. Hún hafi óskað eftir úrbótum, til dæmis að skammtað sé fyrir fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert