Umferðaröryggi á heimsvísu

00:00
00:00

Alþjóðleg um­ferðaör­yggis­vika Sam­einuðu Þjóðanna hófst í dag og var henni form­lega ýtt úr vör í For­varn­ar­húsi Sjóvá. Sam­gönguráðherra, Sturla Böðvars­son opnaði vik­una á Íslandi og fengu blaðamenn að kynn­ast ýms­um þeim hætt­um sem fylgja ölv­un­ar- og hraðakstri.

Í For­varn­ar­hús­inu eru til sýn­is ýmis tæki sem leiða fólk í all­an sann­leik um af­leiðing­ar ölv­un­ar- og hraðakst­urs. Þar kom til dæm­is í ljós á hraðavog­inni að lendi sam­gönguráðherra í árekstri á 90 km hraða veg­ur hann um 13,6 tonn og venju­leg­ur farsími veg­ur um 13 kíló.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert