Umferðaröryggi á heimsvísu

Alþjóðleg umferðaöryggisvika Sameinuðu Þjóðanna hófst í dag og var henni formlega ýtt úr vör í Forvarnarhúsi Sjóvá. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson opnaði vikuna á Íslandi og fengu blaðamenn að kynnast ýmsum þeim hættum sem fylgja ölvunar- og hraðakstri.

Í Forvarnarhúsinu eru til sýnis ýmis tæki sem leiða fólk í allan sannleik um afleiðingar ölvunar- og hraðaksturs. Þar kom til dæmis í ljós á hraðavoginni að lendi samgönguráðherra í árekstri á 90 km hraða vegur hann um 13,6 tonn og venjulegur farsími vegur um 13 kíló.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka