Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í gær tvo barnunga bræður á sínu fjórhjólinu hvorn en tækin eru í eigu fjölskyldu þeirra.
Lögreglan hefur áður þurft að hafa afskipti af drengjunum sem eru 10 og 12 ára vegna fjórhjólaaksturs og mun senda skýrslu sína til félagsmálayfirvalda þar sem lögregla fær ekki meira að gert að sögn varðstjóra lögreglunnar á Blönduósi.
Hjólin eru bæði óskráð sem ökutæki og voru drengirnir að leika sér á tækjunum þegar lögreglan skarst í leikinn.