Bann sett við niðurrifi húsanna við Austurstræti

Húsarústirnar við Austurstræti 22.
Húsarústirnar við Austurstræti 22. mbl.is/Sverrir

Byggingafulltrúi hefur sett bann við því að átt verði við rústina í Austurstræti 22 til að hægt verði að skrá og varðveita það sem hefur varðveislugildi jafnharðan þegar farið verður í að rífa húsið.

„Við höfum sett alla krafta í það í dag að huga að rústinni," segir Kristbjörg Stephensen, lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg. „Undir öllum venjulegum kringumstæðum væru tryggingafélagið og eigendur búnir að sækja um leyfi til niðurrifs því auðvitað er ónæði af þessari lykt og hætta á foki o.s.frv.," segir Kristbjörg.

„Þetta er náttúrlega ekki hvaða rúst sem er og þess vegna lagði byggingafulltrúi bann við því að átt yrði við rústina og við gerðum tillögu til húsafriðunarnefndar um fulltrúa sem myndu kanna húsarústirnar til að standa vörð um þá byggingarsögu sem þarna brann. Eigendur eru upplýstir um þetta og allir sammála um í hvaða röð á að gera hlutina."

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, upplýsti að rannsóknin á brunanum væri enn í fullum gangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert