Lögreglubifreiðar með forgangsljós á þremur gatnamótum í Reykjavík

Umferðaröryggisvikunni er ætlað að vekja athygli á áhrifum umferðarslysa og …
Umferðaröryggisvikunni er ætlað að vekja athygli á áhrifum umferðarslysa og hvetja til aðgerða mbl.is/Ragnar Axelsson

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu ætl­ar á miðviku­dag, fimmtu­dag og föstu­dag að staðsetja lög­reglu­bif­reiðar með kveikt á blá­um og blikk­andi for­gangs­ljós­um á þrem­ur gatna­mót­um í Reykja­vík þar sem mikið er um um­ferðaró­höpp. Lög­regl­an hyggst vera áber­andi meðan á alþjóðlegu um­ferðarör­yggis­vik­unni stend­ur og leggja ríka áherslu á um­ferðareft­ir­lit.

Gatna­mót­in sem um ræðir eru Mikla­braut/​Kringlu­mýr­ar­braut, Lauga­veg­ur/​Suður­lands­braut/​Kringlu­mýr­ar­braut og Mikla­braut/​Grens­ás­veg­ur. Verður lög­reglu­bif­reiðunum komið fyr­ir á gatna­mót­un­um fyrr­nefnda daga frá klukk­an 12-14 og 15.30-17.30.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka