Lögreglubifreiðar með forgangsljós á þremur gatnamótum í Reykjavík

Umferðaröryggisvikunni er ætlað að vekja athygli á áhrifum umferðarslysa og …
Umferðaröryggisvikunni er ætlað að vekja athygli á áhrifum umferðarslysa og hvetja til aðgerða mbl.is/Ragnar Axelsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar á miðvikudag, fimmtudag og föstudag að staðsetja lögreglubifreiðar með kveikt á bláum og blikkandi forgangsljósum á þremur gatnamótum í Reykjavík þar sem mikið er um umferðaróhöpp. Lögreglan hyggst vera áberandi meðan á alþjóðlegu umferðaröryggisvikunni stendur og leggja ríka áherslu á umferðareftirlit.

Gatnamótin sem um ræðir eru Miklabraut/Kringlumýrarbraut, Laugavegur/Suðurlandsbraut/Kringlumýrarbraut og Miklabraut/Grensásvegur. Verður lögreglubifreiðunum komið fyrir á gatnamótunum fyrrnefnda daga frá klukkan 12-14 og 15.30-17.30.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka