Olíuhreinsistöð í Dýrafirði stangast á við stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga

Hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum hafa byggst á því að …
Hugmyndir um olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum hafa byggst á því að ekki sé um orkufrekan iðnað að ræða. Stefán Gíslason véfengir það og segir að um stóriðju sé að ræða. Mynd/ÞÖK

Áform um bygg­ingu olíu­hreins­un­ar­stöðvar stang­ast á við þá stefnu Fjórðungsþings Vest­f­irðinga að Vest­f­irðir skuli vera stóriðju­laust svæði. Þetta kem­ur fram í grein sem Stefán Gísla­son um­hverf­is­stjórn­un­ar- fræðing­ur og fram­kvæmda­stjóri UMÍS ehf. En­vironice skrif­ar á strand­ir.is.

Meg­inniðurstaða Stef­áns um fram­leiðslu­magn og orkuþörf olíu­hreins­un­ar­stöðvar á borð við þá sem rætt hef­ur verið að reisa í Dýraf­irði er að um­rædd olíu­hreins­istöð hljóti að telj­ast stóriðja. Fram kem­ur í grein Stef­áns að svifryks­meng­un frá um­ræddri stöð gæti orðið á bil­inu 85-25.500 tonn á ári.

Einnig gef­ur Stefán sér að með til­komu olíu­hreins­istöðvar­inn­ar myndi los­un gróður­húsaloft­teg­unda hér­lend­is aukast um 30% til viðbót­ar við þá 10% aukn­ingu frá ár­inu 1990, sem Íslend­ing­ar hafa heim­ild fyr­ir fram til 2012 skv. Kyotobók­un­inni. Los­un­in frá hreins­istöðinni gæti því orðið allt að 50% meiri en öll los­un frá vega­sam­göng­um. Þessi los­un rúm­ist ekki inn­an þeirra los­un­ar­heim­ilda sem Ísland hef­ur skv. Kyotobók­un­inni, en þann vanda mætti vænt­an­lega leysa þegar fram í sæk­ir með kaup­um á kol­efniskvóta.

Stefán bend­ir líka á að til­koma olíu­hreins­istöðvar myndi einnig hafa marg­vís­leg já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið á Vest­fjörðum, m.a. vegna bættra sam­gangna sem hljóta að fylgja verk­efni af þess­ari stærð. Til­tekn­ar þjón­ustu­grein­ar munu einnig efl­ast og tekj­ur sveit­ar­fé­laga aukast en áhrif á ferðaþjón­ustu á svæðinu verði líka að taka inn í reikn­ing­inn.

strand­ir.is

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert