Prestastefna sett á Húsavík

mbl.is/ Hafþór

Prestastefna 2007 hófst í kvöld með messu í Húsavíkurkirkju en þangað gengu prestar og djáknar ásamt biskupi og vígslubiskupum í síðdegissólinni frá Fosshóteli Húsavík kl. 19. Séra Auður Eir prédikaði og þeir Sighvatur Karlsson, sóknarprestur á Húsavík, og Jón Ármann Gíslason prófastur þjónuðu fyrir altari ásamt vígslubiskupunum Jóni A. Baldvinssyni á Hólum og Sigurði Sigurðarsyni í Skálholti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert