Söluturnar tregir til að lækka sælgætisverð

Neyt­enda­sam­tök­in hafa fylgst með því hvort verð á sæl­gæti og gos­drykkj­um hafi lækkað í sölut­urn­um á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­ræmi við lækk­un á virðis­auka­skatti 1. mars. Segja sam­tök­in að niðurstaðan hafi valdið mikl­um von­brigðum því aðeins 6 versl­an­ir af 64 sem skoðaðar voru hafi skilað virðis­auka­skatts­lækk­un­inni til viðskipta­vina sinna.

Um­rædd­ar sjopp­ur eru Bónusvíd­eó við Lækj­ar­götu Hafnar­f­irði, Nesti, Select, STÁ Vi­deo við Kárs­nes­braut Kópa­vogi, Upp­grip, og Víki­vaki við Lauga­veg í Reykja­vík.

17 sölut­urn­ar fengu ein­kunn­ina sæmi­legt en 28 sjopp­ur fengu ein­kunn­ina ófull­nægj­andi og 12 fengu fall­ein­kunn eða 19%. Eng­in verðlækk­un hafði orðið í Aðal­horn­inu við Baróns­stíg, Grandakaffi, Sæl­gæt­is- og víd­eó­höll­inni við Garðatorg, Sölut­urn­in­um Bæj­ar­hrauni í Hafnar­f­irði og Tris­dan við Lækj­ar­torg.

Neyt­enda­sam­tök­in könnuðu verð í 64 sölut­urn­um og bens­ín­stöðvum á höfuðborg­ar­svæðinu í lok fe­brú­ar og aft­ur í apríl. Kannað var verð á 300 vöru­teg­und­um. Í sjö versl­un­um var síðari verðkönn­un­in ekki heim­iluð. Þess­ar versl­an­ir voru Í eft­ir­far­andi sjö sjopp­um var seinni verðupp­taka ekki heim­iluð: Biðskýlið við Kópa­vogs­braut, Bita­höll­in við Stór­höfða, Holta­nesti við Mela­braut, Ís Café við Veg­múla, Nes­bit­inn á Eiðis­torgi, Sölut­urn­inn Topp­ur­inn við Síðumúla og Texas við Veltu­sund.

Heimasíða Neyt­enda­sam­tak­anna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka