Uppbygging Glaðheimasvæðis í uppnámi

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is

Húsnæðið sem átti að rísa jafngildir öllu núverandi atvinnuhúsnæði í Smáralind, við Smáratorg, Dalveg og Hlíðarsmára samanlagt og lutu athugasemdirnar sem voru gerðar við tillöguna einkum að því að umferð myndi margfaldast og að skyggt yrði á útsýni frá Hnoðraholti, nýju íbúðarhverfi í Garðabæ.

Um eitt ár liðið frá því Kópavogsbær keypti Glaðheima af fjárfestingarfélagi og hestamannafélaginu Gusti og nam kostnaður við kaupin alls um 3,5 milljörðum króna.

Áður en hægt er að hefja framkvæmdir á svæðinu þarf að breyta svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins fyrir árin 2001–2024 og um þá breytingu fjallar tillaga Kópavogsbæjar. Svæðið er alls um 11,5 hektarar og samkvæmt tillögunni myndi þar rísa atvinnuhúsnæði, alls 150.000 m², og yrðu húsin frá tveimur upp í tólf hæðir. Þar sem hesthúsin víkja yrði viðbótin um 134.500 m².

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert