4,3 milljarða afgangur af rekstri Kópavogsbæjar

Kópavogur.
Kópavogur. mbl.is//Árni Sæberg

Um 4,3 milljarða króna afgangur varð af rekstri Kópavogsbæjar samkvæmt ársreikningi, sem tekinn var til fyrri umræðu á bæjarstjórnarfundi í gær. Er það rúmlega 1,9 milljarða betri niðurstaða en endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Stærstu frávikin sem urðu á rekstri voru þau að hagnaður af sölu byggingarréttar varð 2,2 milljörðum króna hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Sömuleiðis urðu skatttekjur 130 milljónum hærri en samkvæmt áætlun. Hins vegar varð hækkun lífeyrisskuldbindingar 180 milljónum meiri en áætlun gerði ráð fyrir og fjármagnsliðir fóru 169,7 milljónir fram úr áætlun. Þá urðu ýmsir aðrir liðir 78,4 milljónum óhagstæðari en samkvæmt áætlun.

Tilkynning Kópavogsbæjar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert