Íslenskar reglur um áfengi og neyslu þess eru með þeim skilvirkustu í heimi að mati vísindamanna hjá læknaháskólanum í New York en þeir báru saman ýmsa þætti hjá 30 aðildarríkjum Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, svo sem aðgengi að áfengi, verð og neyslu. Niðurstaðan var m.a. sú, að bein tengsl séu á milli áfengisneyslu og löggjafarar einstakra landa.
Fjallað er um rannsóknina í ástralska blaðinu Herald Sun. Þar kemur fram, að Noregur sé í 1. sæti en síðan komi Pólland, Ísland, Þýskaland og Ástralía. Bandaríkin eru í 15. sæti, Bretland í 20. sæti og Lúxemborg í 33. og síðasta sæti.