Dagur umhverfisins er í dag - Grunnskólar og Bechtel fengu viðurkenningu

Dagur umhverfisins er í dag. Hér má sjá Færunestinda í …
Dagur umhverfisins er í dag. Hér má sjá Færunestinda í Skaftafellsfjöllum í Vatnajökli. MYND/RAX

Fimm grunn­skól­ar fengu viður­kenn­ing­una Varðliðar um­hverf­is­ins á degi um­hverf­is­ins sem er hald­in hátíðleg­ur í dag. Af því til­efni opnaði um­hverf­is­vef­ur­inn Nátt­úr­an.is og Land­vernd gaf út leiðar­vís­inn Skref fyr­ir skref. Um­hverf­is­ráðherra veitti verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Bechtel um­hverfis­viður­kenn­ing­una Kuðung­inn.

Dag­ur um­hverf­is­ins er að þessu sinni til­einkaður hreinni orku og loft­lags­mál­um og lýsti Jón­ína Bjart­marz, um­hverf­is­ráðherra, því yfir á sam­komu á Kjar­vals­stöðum í dag, að all­ar ferðir í bif­reiðum og flug­vél­um á veg­um ráðuneyt­is henn­ar yrðu kol­efnis­jafnaðar með skóg­rækt.

Folda­skóli fékk viður­kenn­ingu fyr­ir ljós­mynda­verk­efni sem fjallaði m.a. um meng­un og sorp­hirðu. 5.3 í Hóla­brekku­skóla fékk viður­kenn­ingu fyr­ir verk­efnið Rusl­póst­ur. 9. bekk­ur í Álfta­mýr­ar­skóla fyr­ir verk­efnið Við eig­um aðeins eina jörð. Nem­end­ur Lýsu­hóls­skóla fyr­ir stik­un göngu­leiðar um Kambs­skarð og verk­efnið „virkj­un Stubba­lækj­ar“. Nem­end­ur í Grunn­skóla Tálkna­fjarðar fyr­ir um­hverf­is­sátt­mála og átak í því að hjóla og ganga. Um­hverf­is­ráðherra opnaði einnig vef­inn nattur­an.is en frum­kvöðull verk­efn­is­ins er Guðrún Arn­dís Tryggva­dótt­ir.

Þá veitti Jón­ína Bjart­marz verk­taka­fyr­ir­tæk­inu Bectel Kuðung­inn sem er um­hverfis­viður­kenn­ing Um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins en sam­kvæmt for­manni dóm­nefnd­ar,Gesti Guðjóns­syni, miðlar Bechtel og vinn­ur eft­ir um­hver­fis­kerfi sem dreg­ur stór­lega úr lík­um á um­hverf­is­slys­um og meng­un. Bectel byggði Álverið á Reyðarf­irði.

Leiðar­vís­ir­inn Skref fyr­ir skref sem Land­vernd gef­ur út í sam­vinnu við Um­hverf­is­ráðuneytið fjall­ar um hvernig megi rækta vist­væn­an lífs­stíl án þess að draga úr lífs­gæðum.

Hjalti J. Guðmunds­son á Um­hverf­is­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar sagði í til­efni dags­ins að Reykja­vík­ur­borg vilji taka hnatt­ræna ábyrgð á um­hverf­is­mál­um og geri það meðal ann­ars með Grænu skref­un­um, fram­kvæmda­áætl­un borg­ar­inn­ar í um­hverf­is­mál­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert