Garðabæjarvefur slær í gegn í Evrópu

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is

Á ráðstefnunni var fjallað um notkun upplýsingatækni í þjónustu við íbúa sveitarfélaga og voru þar kynntar fjölmargar nýjungar. Vakti vefurinn Minn Garðabær mikil viðbrögð en vefurinn var kynntur í framsöguerindi Guðfinnu Kristjánsdóttur upplýsingarstjóra Garðabæjar.

„Við fengum afar mikil viðbrögð frá öðrum ráðstefnugestum og segja má að það hafi að vissu leyti komið á óvart," segir hún. „Fólk var alveg gáttað á því hvað var verið að gera á vegum Garðabæjar í upplýsingatæknimálum. Fólki fannst þetta 9.500 manna sveitarfélag harla fámennt sem slíkt og margir spurðu hvernig í ósköpunum jafn litlu sveitarfélagi tækist að halda úti slíkri þjónustu," segir hún. „En okkur á Íslandi þykir það ekki jafn merkilegt," bætir hún við. "Við sýndum fólki hvað Garðabær væri að gera í dag á sviði upplýsingatækni en margir aðrir voru frekar að sýna það sem til stóð að gera í þeirra heimahögum í framtíðinni."

Íbúavefurinn Minn Garðabær felur í sér að að hægt er að taka þátt í umræðum og skoðanakönnunum og sjá hvað á að greiða t.d. í fasteignagjöld og leikskólagjöld. Þá eru ótaldir svonefndir hvatapeningar á Netinu. Vefurinn byggir á íslenskum hugbúnaði sem þróaður er af Hugviti en auk þess vakti íslenski hugbúnaðurinn Mentor athygli á evrópsku ráðstefnunni.

Nánaer er fjallað um vefinn í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert