Hugsanlegt að hluti morðréttarhalds fari fram á Íslandi

Herréttarhöld yfir bandarískum hermanni, sem ákærður er fyrir að myrða samlöndu sína í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli árið 2005, hefur tafist af ýmsum ástæðum. Embættismenn kanna nú hvort ástæða sé til að flytja hluta réttarhaldanna til Íslands svo kviðdómur geti hlýtt á framburð vitnis, sem neitar að fara til Bandaríkjanna.

Hermaðurinn, sem heitir Calvin Hill, er ákærður fyrir að myrða Ashley Turner í ágúst árið 2005. Réttað er yfir Hill í Bolling herstöðinni í Washington. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér dauðadóm.

AP fréttastofan hefur eftir saksóknara, að gert sé ráð fyrir því að sækjandi og verjandi flytji upphafsræður sínar eftir að Íslands-málið sé komið á hreint.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert