Hvorki ökumaðurinn né barnið voru með bílbelti

Karlmaður um þrítugt var stöðvaður á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun en sá ók fólksbíl með 6 ára barn sér við hlið í framsæti. Hvorki maðurinn né barnið voru með bílbelti. Ökumaðurinn á sekt yfir höfði sér, að sögn lögreglunnar.

Lögreglan segir, að umferðin á höfuðborgarsvæðinu hafi almennt gengið vel fyrir sig í gær en aðeins fimmtán umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglu. Níu voru teknir fyrir hraðakstur og einn þeirra, kona á sextugsaldri, má búast við sviptingu ökuleyfis. Bíll konunnar mældist á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða í íbúðargötu.

Tveir voru teknir fyrir ölvunarakstur en annar þeirra, karlmaður á fertugsaldri, hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka