Jóhannes Geir Sigurgeirsson mun láta af stjórnarformennsku í Landsvirkjun á aðalfundi fyrirtækisins á morgun, og Páll Magnússon, bæjarritari í Kópavogi og fyrrverandi aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra, taka við, að þessu var greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Þar kom ennfremur fram að það sé Jóhannesi þvert um geð að hætta sem stjórnarformaður.