Fram kom í ræðu Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á prestastefnu á Húsavík í morgun að konur séu stór og vaxandi hluti prestastéttarinnar á Íslandi. Á þeim aldarþriðjungi sem liðinn séu frá því að sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, hlaut vígslu fyrst íslenskra kvenna, hafi 62 konur tekið prestsvígslu, þar af 34 sem sóknarprestar og tvær hafa vígst til fríkirkjusafnaða.
Fram kemur ú fréttatilkynningu Biskupsstofu að innan Þjóðkirkjunnar starfi nú 48 konur sem prestar í sóknum eða sérþjónustu og að alls hafi 32 konur vígst sem djáknar.
þá kemur þar fram að á þeim tíma sem liðinn er frá því að Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands tók við embætti árið 1998 hafi 50 prestar og 25 djáknar tekið vígslu. Kynjahlutfall prestanna er hnífjafnt, en af djáknunum 25 eru aðeins tveir karlar.