Sorpbrennslustöð Húsavíkur skemmdist í eldi

Slökkviliðið á Húsavík að störfum við sorpbrennsluna. Stefán Sigtryggson reynir …
Slökkviliðið á Húsavík að störfum við sorpbrennsluna. Stefán Sigtryggson reynir að opna hurðina og reykkafarar bíða átekta. mbl.is/Hafþór

Talsverðar skemmdir urðu á nýrri sorpbrennslustöð Húsvíkinga í gærkvöldi og er ljóst, að 1-2 vikur að minnsta kosti muni líða þar til hægt verður að nota stöðina að nýju. Ekki hefur verið lagt mat á tjónið en það kann að skipta milljónum króna.

Að sögn Stefáns Sigtryggssonar, sorpbrennslustjóra, kviknaði í fitu, sem runnið hafði úr öðrum brennsluofninum í stöðinni. Stefán sagði, að ekkert væri óeðlilegt að fita læki úr ofninum en ofninn hefði hins vegar hitnað það mikið að eldur kviknaði í fitunni.

Talsverðar skemmdir urðu á ofninum og raflögnum í stöðinni og eins er mikið sót í henni. Stefán sagði ekki ljóst hvernig sorpi yrði fargað meðan stöðin væri óstarfhæf en einhver ráð myndu finnast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert