Tap á rekstri Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/Brynjar Gauti

Um 75 milljóna króna tap varð á rekstri Vestmannaeyjabæjar á síðasta ári en ársreikningur var afgreiddur í bæjarstjórn í gær. Er það minna tap en árið áður en í tilkynningu frá bænum segir ljóst, að rekstur málaflokka taki ennþá til sín of stóran hluta sameiginlegra tekna.

Segir þar að þeirri þróun sé verið að snúa við með markvissum aðgerðum og hafi verið gerðar ýmsar samþykktir í bæjarstjórn Vestmannaeyja, sem muni leiða til sparnaðar á næstu árum.

Tilkynning Vestmannaeyjabæjar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka