Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld

Frá prestastefnunni á Húsavík.
Frá prestastefnunni á Húsavík. mbl.is/Skapti

Tillaga hóps presta og guðfræðinga um að prestum verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra, var felld með 64 atkvæðum gegn 22 á prestastefnu sem stendur yfir á Húsavík. Tillaga um helgisiðanefnd gangi frá formi á blessun sambúðar samkynhneigðra, sem byggi á áliti kenningarnefndar þjóðkirkjunnar, var hins vegar samþykkt með 69 atkvæðum gegn 14.

Tillagan sem um hjónavígslu samkynhneigðra var borin fram af 42 prestum og guðfræðingum og hljóðaði svo:

    Prestastefna haldin á Húsavík 24. – 26. apríl 2007 leggur til að Þjóðkirkjan fari þess á leit við Alþingi að það samræmi hjúskaparlög og lög um staðfesta samvist þannig að vígslumönnum þjóðkirkjunnar og skráðra trúfélaga verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra.

Önnur tillaga var lögð fram af dr. Pétri Péturssyni og sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni, svohljóðandi:

    Prestastefna 2007 ályktar að prestum þjóðkirkjunnar, sem það kjósa, verði heimilað að vera lögformlegir vígslumenn staðfestrar samvistar á grundvelli álits kenningarnefndar.

Þá var lögð fram tillaga biskups um ályktun varðandi álit kenningarnefndar, svohljóðandi:

    Prestastefna Íslands 2007 fellst á meginatriði álits kenningarnefndar um Þjóðkirkjuna og staðfesta samvist og samþykkir að kenningarnefnd búi það til flutnings á Kirkjuþingi 2007 með tilliti til þeirra ábendinga athugasemda sem fram koma.

    Prestastefna samþykkir að helgisiðanefnd gangi frá blessunarformum til notkunar í kirkjunni að teknu tilliti til athugasemda.

Tillaga biskups var samþykkt með 69 atkvæðum gegn 14.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert