Tillaga hóps presta og guðfræðinga um að prestum verði heimilt að annast hjónavígslu samkynhneigðra, var felld með 64 atkvæðum gegn 22 á prestastefnu sem stendur yfir á Húsavík. Tillaga um helgisiðanefnd gangi frá formi á blessun sambúðar samkynhneigðra, sem byggi á áliti kenningarnefndar þjóðkirkjunnar, var hins vegar samþykkt með 69 atkvæðum gegn 14.
Tillagan sem um hjónavígslu samkynhneigðra var borin fram af 42 prestum og guðfræðingum og hljóðaði svo:
Önnur tillaga var lögð fram af dr. Pétri Péturssyni og sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni, svohljóðandi:
Þá var lögð fram tillaga biskups um ályktun varðandi álit kenningarnefndar, svohljóðandi:
Prestastefna samþykkir að helgisiðanefnd gangi frá blessunarformum til notkunar í kirkjunni að teknu tilliti til athugasemda.
Tillaga biskups var samþykkt með 69 atkvæðum gegn 14.