Vilja að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað

Frá Þjórsárverum.
Frá Þjórsárverum.

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent Jónínu Bjartmarz, umhverfisráðherra, bréf með áskorun um að þegar í stað stækka friðlandið í Þjórsárverum í samræmi við tillögu Umhverfisstofnunar við undirbúning Náttúruverndaráætlunar.

Í bréfinu segir meðal annars, að með því að stækka friðlandið í Þjórsárverum með þeim hætti að allar hugmyndir um Norðlinguölduveita verði úr sögunni, geti umhverfisráðherra útkljáð margra áratuga deilumál og þannig stigið stórt skref í þágu náttúruverndar á Íslandi. Mjög brýnt sé að þessi ákvörðun verði tekin nú þegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert