Böddi kominn í Önundarfjörðinn

Tómas Gunnarsson heldur á jaðrakanum Bödda við Holt í Önundarfirði …
Tómas Gunnarsson heldur á jaðrakanum Bödda við Holt í Önundarfirði 2003. mynd/nave.is

Far­fugl­arn­ir streyma til lands­ins og hef­ur fjölgað tölu­vert á Vest­fjörðum síðustu daga. Þannig sást maríu­erla á Ísaf­irði í vik­unni en ein slík sást í Súðavík fyr­ir skömmu. Jaðrök­um hef­ur fjölgað í Önund­arf­irði og var einn lit­merkt­ur fugl þar á þriðju­dag. Þetta er fugl sem var merkt­ur við Holt 2003 og hef­ur sést á hverju sumri síðan. Jaðrak­inn fékk nafnið Böddi á sín­um tíma en fugl­inn hef­ur sést í Portúgal, Nor­folk í A-Englandi og Kent í SV-Englandi.

Síðasta vor var Böddi kom­inn til Önund­ar­fjarðar 30. apríl þannig að hann er held­ur fyrr á ferðinni núna.

Landsvala sást í Bol­ung­ar­vík í gær og önn­ur sást 20. apríl á Bíldu­dal. Landsvöl­ur eru al­geng­ir flæk­ing­ar á Íslandi og þær hafa reynt varp hér á landi. Lítið er vitað hvaðan landsvöl­urn­ar koma, en hugs­an­lega eru þær frá Bretlandi. Einnig er hugs­an­legt að hingað þvæl­ist landsvöl­ur frá Norður-Am­er­íku. Landsvöl­ur eru út­breidd­ar um alla Evr­ópu.

Frá þessu er sagt á heimasíðu Nátt­úru­stofu Vest­fjarða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert